- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nettómótið í körfuknattleik fór fram í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Mótið að þessu sinni var hið fjölmennasta frá upphafi en 25 félög sendu 206 lið á aldrinu 6-11 ára. Keppendur voru 1255 og spiluðu þeir 488 leiki á 31 klukkustund. Óhætt er að segja 2-3 hafi fylgt hverjum keppanda og því hafi yfir þrjú þúsund gestir heimsótt Reykjanesbæ þessa helgi.
Gist var í öllum skólum bæjarins og ýmislegt var í boði, bæði fyrir keppendur og fylgdarfólk í bæjarfélaginu. Þar má m.a. nefna, Skessuhellir, Víkingaheima, Vatnaveröld, bíósýningar, Ungmennagarðinn og leiksvæði í Reykjaneshöll. Kvöldvaka var á laugardagskvöldinu og mótsslit um miðjan dag á sunnudaginn.
Það eru Körfuknattleiksdeildirnar í Keflavík og Njarðvík sem sameiginlega standa að Nettómótinu.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)