Starfar þú á fjölskylduvænum vinnustað?
Starfar þú á fjölskylduvænum vinnustað?

Leitast fyrirtækið sem þú vinnur hjá við að gera starfsmönnum sínum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og atvinnulíf?

Hefur þú og samstarfsmenn þínir áhuga á að tilnefna ykkar  vinnustað fyrir jákvætt viðmót til fjölskyldunnar og stuðla þannig að því að fyrirtækið fái viðurkenningu Reykjanesbæjar sem fjölskylduvænt fyrirtæki?

Ef svarið við spurningunum er jákvætt, þá eruð þið hvött til að senda inn tilnefningu á fjolskyldan@reykjanesbaer.is  fyrir 28. janúar 2014.