- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Ísland tekur um þessar mundir þátt í BPart!, tveggja ára alþjóðlegu verkefni sem á uppruna sinn í Tékklandi í samstarfi við Ísland. Verkefnið nýtir sköpun til að stuðla að inngildingu og auka sýnileika á fjölbreytileika samfélagsins í gegnum dans og leik.
Sýningin fer fram í óhefðbundnu rými gamals rútuverkstæðis í Grófinni 2 í Reykjanesbæ laugardaginn 11. febrúar kl. 15. Elegìa delle cose perdute er einstakur viðburður sem opnar á öll skilningarvit og enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sýningin er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Verkefnið fer fram á þremur stöðum í heiminum. Í Brno var lögð áhersla á Rómafólk, í Prag verður lögð áhersla á geðheilsu og á Íslandi er sjónum beint að fólki á flótta. Vinnustofur hófust í Reykjanesbæ, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði fyrir skemmstu og eru þær leiddar af ítalska danshópnum Zerogrammi í samstarfi við íslenskt og tékkneskt listafólk. Verk í vinnslu var sýnt í Gerðarsafni á Vetrarhátíð um liðna helgi.
Í vinnustofunum eru tengdir saman ólíkir hópar fólks sem vinna í gegnum leik og dans að sameiginlegri lokasýningu. Sýningin ber heitið Elegìa delle cose perdute (Elegy of Lost Things) og er innblásin af skáldsögunni Os Pobres eftir portúgalska rithöfundinn og sagnfræðinginn Raul Brandao og endurspeglar þrá og minningar, rætur og uppruna. Verkið fjallar um siðferðilega útlegð, drauminn um ógerlega afturkomu, reiðina gagnvart tímanum sem gereyðingarafli og landakortið sem býr innra með okkur öllum. Samhliða er unnið að heimildamynd og rannsókn um verkefnið sem lýkur með ráðstefnu síðar á árinu þar sem niðurstöður verða kynntar.
Mynd: Víkurfréttir
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös