- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Það var líflegt um að litast í Reykjanesbæ í gær þegar búningaklædd börn þeystust um bæinn syngjandi í verslunum og fyrirtækjum á svæðinu í von um góðgæti í pokana sína að launum.
Neðan úr bæ lá leið þeirra í Reykjaneshöllina þar sem köttur var sleginn úr tunnum og börnin hoppuðu og skoppuðu í gegnum þar til gerða kastala, auk þess sem boðið var upp á keppni í limbói, andlitsmálningu o.fl.
Það var Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sem sá um vel heppnuð hátíðahöldin í Reykjaneshöllinni og naut þar dyggrar aðstoðar starfsmanna úr Þjónustumiðstöðinni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir flotta skemmtun.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)