Hér má sjá mynd af hópnum sem nú keppir í Kristiansand.
Það er fjör á vinabæjarmóti 16 ungmenna sem nú sækja vinabæjarmót í Kristiansand í Noregi en að þessu sinni er keppt í knattspyrnu.
Drengirnir hafa keppt fjóra leiki og unnið þá alla. Þeir hafa því unnið sér rétt til að spila til úrslita á mótinu. Enn er ekki vitað gegn hverjum.
Stúlkurnar hafa unnið tvo leiki en tapað tveimur og munu því keppa einn leik enn til að reyna að komast í úrslit gegn Hjörring.
Allt hefur gengið vel á mótinu og hefur hópurinn verið bæjarfélaginu til sóma. Veðrið leikur við keppendur en 20 stiga hiti og sól hefur verið allan tímann.
Í dag var farið í dýra- og leikjagarð en á morgun er forkeppni og svo úrslit.