Fjórir skólar í úrslitum í Skólahreysti

Lið Holtaskóla sem hafnaði í 3. sæti: Almar Örn Arnarson, Dagur Stefán Örvarsson, Helen María Marge…
Lið Holtaskóla sem hafnaði í 3. sæti: Almar Örn Arnarson, Dagur Stefán Örvarsson, Helen María Margeirsdóttir og Margrét Júlía Jóhannsdóttir. Varamenn voru Ásdís Elva Jónsdóttir, Júlían Breki Elentínusson og Stella María Reynisdóttir. Einar Guðberg Einarsson og Katla Björk Ketilsdóttir sáu um þjálfun liðsins.

Reykjanesbær átti 4 grunnskóla í úrslitum í Skólahreysti

Laugardaginn 21. maí kepptu 4 grunnskólar Reykjanesbæjar til úrslita í Skólahreysti en alls komust 12 skólar af öllu landinu í lokaúrslitin. Reykjanesbær var því með 33% af þeim skólum sem kepptu um titilinn, geri aðrir betur. Skólarnir okkar fjórir stóðu sig svo sannarlega vel en Akurskóli náði 5. sætinu, Stapaskóli tók 8. sætið, Heiðarskóli 11. sæti og Holtaskóli komst á verðlaunapall og hafnaði í 3. sæti þar sem Almar Örn átti flestar dýfur kvöldsins og sigraði Holtaskóli þá grein keppninnar.

Flóaskóli sigraði Skólahreysti þetta árið og óskum við þeim til hamingju með sigurinn.