Fögnum fjölbreytileikanum

Erindi Aðalheiðar var fyrir fullum sal í Íþróttaakademíunni
Erindi Aðalheiðar var fyrir fullum sal í Íþróttaakademíunni

Mánudaginn 18. mars síðastliðinn kom Aðalheiður Sigurðardóttir til Reykjanesbæjar með erindi sitt „Fögnum fjölbreytileikanum“. Þar fjallaði hún um eitt það mikilvægast á lífinu – að vera samþykktur eins og maður er. Aðalheiður hefur á síðastliðnum fjórum árum haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum og fyrir foreldrahópa. Einnig hefur hún haldið erindi í samráði við Einhverfu-og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi.

Aðalheiður Sigurðardóttir er stolt einhverfumamma sem vinnur að verkefninu „Ég er Unik“ sem er einstaklingsmiðað fræðsluefni um ósýnilegar fatlanir. Samhliða ferðast hún í skóla og leikskóla til þess að miðla af reynslu sinni sem foreldri barns með sérþarfir. Þá miðlar Aðalheiður af jákvæðri upplifun sinni af nánu samstarfi með skólakerfinu.
Í erindi sínu sagði hún frá ferðalagi sínu sem einhverfumamma, frá vanmættis til viðurkenningar. Þar kemur fram  hvernig frábært samstarf við skólann varð til þess að dóttir hennar eignaðist nýtt lif.

Erindinu var ætlað að veita innblástur, kenna okkur að hugsa út fyrir rammann, auka umburðarlyndi. Einnig að sjá alla kostina sem fjölbreytileikinn hefur í för með sér. Mikil ánægja var með erindið en það sátu kennarar og stjórnendur leik- og grunnskóla Reykjanesbæjar. FFGÍR var með sama erindi fyrir foreldra síðar um daginn.

Hér má sjá sjálfu af Aðaheiði með áheyrendahópinn í baksýnl  Horft yfir salinn í Íþróttaakademíunni