Fólkið á bak við Ljósanótt

Þessir starfsmenn eru á bak við tjöld Ljósanætur.
Þessir starfsmenn eru á bak við tjöld Ljósanætur.

Oft vill gleymast að þakka fólkinu "á bak við tjöldin" þegar mikið verk er unnið. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar er einmitt slíkur hópur. Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2012 hefur staðið í langan tíma og nú undanfarið hefur þessi öflugi hópur unnið að því að þessi mikla hátíð verði að veruleika. Mikill erill er einnig yfir hátíðina sjálfa þar sem það þarf að þjónusta alla sem koma að hátíðinni og því hægt að tala um eins konar vertíð hjá Þjónustumiðstöðinni.

Framkvæmdaráð Ljósanætur vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks Þjónustumiðstöðvarinnar fyrir sérlega vel unnin störf.