- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Daglegt líf okkar tekur tímabundnum breytingum á meðan Covid-19 gengur yfir. Við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu þó hún þurfi að vera með breyttu sniði í einhvern tíma. Gott dæmi um þetta eru foreldrafærninámskeið sem fræðslusvið Reykjanesbæjar býður uppá sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna.
Á vorönn 2020 voru skipulögð þrjú námskeið fyrir foreldra sem hófust í janúar og febrúar. Með tilkomu samkomubanns var ljóst að ekki var mögulegt að ljúka tveimur af námskeiðunum með hefðbundnum hætti. Því var hafist handa við að undirbúa að færa foreldrafærninámskeiðin í fjarkennsluform. Sá undirbúningur gekk hratt og vel fyrir sig. Foreldrar munu því geta lokið námskeiðunum með aðstoð tækninnar. Þessi lausn hefur mælst vel fyrir hjá foreldrum sem sitja námskeiðin.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös