Foreldrafærninámskeiðin „Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar“ að hefjast

Börn að leik á vorhátíð í leikskólanum Tjarnarseli.
Börn að leik á vorhátíð í leikskólanum Tjarnarseli.

Foreldrum tveggja ára barna í Reykjanesbæ stendur til boða að sækja foreldrafærninámskeiðið „Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar.“ Fjögur námskeið eru áætluð á haustönn 2017. Hvert námskeið er fjögur skipti tveir tímar í senn. Það fyrsta hefst 11. september námskeiðin verða haldin í Fjölskyldusetrinu í Reykjanesbæ.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýta undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Meðal þess sem leitast er við að kenna foreldrum er að:

  • ákveða hvaða hegðun og færni foreldrum finnst eftirsóknarverð í fari barnsins.
  • hafa raunhæfar væntingar til barnsins og gefa skýr skilaboð um til hvers er ætlast af því.
  • vera vakandi yfir æskilegri hegðun barnsins og bregðast við með athygli, hrósi eða annarri umbun.

Næstu námskeið hefjast:

  1. 11.september kl.17:00-19:00 leiðbeinandi Brynja Aðalbergsdóttir
  2. 25.september kl.19:30-21:30 leiðbeinendur Svava Ósk Stefánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir
  3. 16.október kl.17:00-19:00 leiðbeinendur Ólöf Magnea Sverrisdóttir og Katrín Lilja Hraunfjörð
  4. 30.október kl.17:00-19:00 leiðbeinandi Heiða Ingólfsdóttir
Frekari upplýsingar veitir Kristín Helgadóttir leikskólastjóri, sem hefur umsjón með námskeiðunum.