- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Fræðslusvið Reykjanesbæjar býður foreldrum og forráðamönnum barna fæddum 2015 á fræðslufund um málþroska 2ja til 6 ára barna. Fundurinn er hluti af aðlögun barnanna í leikskóla Reykjanesbæjar. Jafnframt verða gefin ráð um hvernig hægt er að aðstoða börn sem best fyrir hefðbundið lestrarnám. Foreldrum gefst kostur á að velja um þrjá fundartíma, 4. september kl. 17:00 - 18:00, 7. september kl. 8:15 - 9:15 og 11. september kl. 8:15 - 9:15.
Í máltökunni er mikilvægt að örva sem fyrst nauðsynlega þætti fyrir góðan málþroska og framburð sem hafa áhrif á læsi og námsframvindu síðar. Börn taka miklum framförum í málþroska á leikskólaaldri og spilar hlutverk foreldra þar mikilvægan þátt. Til að vel takist er áríðandi að foreldrar og leikskólar vinni saman að því að efla málþroska barnsins og leggja grunn að farsælu lestrarnámi.
Fræðslan er í höndum leikskólafulltrúa og talmeinafræðinga fræðslusviðs og fara fundirnir fram í Fjölskyldusetrinu að Skólavegi 1, gamla barnaskólanum.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös