- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Háaleitisskóli í Reykjanesbæ hlaut nýverið Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2025. Af því tilefni var Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, boðið í heimsókn.
Forsetanum og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni var sýndur skólinn og kynnt var fyrir þeim fjölbreytt starfsemi hans, allt frá móttökudeildinni Friðheimum og stuðningsúrræðum skólans til þess hvernig ríflega 30 tungumál sem töluð eru á meðal nemenda skólans fléttast inn í skólastarfið. Háaleitisskóli hefur í áraraðir byggt upp skólasamfélag þar sem virðing, samheldni og fjölmenning eru leiðarljós, og heyra mátti að forsetinn væri bæði áhugasöm og innblásin af starfinu í skólanum.
Í lok heimsóknarinnar komu nemendur saman á sal, sungu og buðu forsetann velkomin á ýmsum tungumálum. Halla flutti einnig nokkur orð til nemenda og starfsfólks og þakkaði fyrir eftirminnilega heimsókn.
Reykjanesbær er afar stolt af Háaleitisskóla og því framúrskarandi starfi sem þar fer fram. Við þökkum Höllu forseta kærlega fyrir komuna og sýndan áhuga á skólunum í bæjarfélaginu okkar.

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)