Hægjum á okkur
Hægjum á okkur

Nú stendur yfir umferðar- og öryggisátak umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar í samstarfi við lögreglu.
Áhersla er lögð á unga vegfarendur sem nú eru á leið til og frá skóla og sumir hverjir að stíga sín fyrstu skref í umferðinni. Vakin er athygli á því að börn skynja umhverfi sitt á annan hátt en fullorðnir og geta þau því tekið rangar og hættulegar ákvarðanir.

Ökumenn eru því hvattir til þess að sýna varúð, sérstaklega við skóla og skólaleiðir og um leið er minnt á 30km hámarkshraða í íbúðahverfum en á næstunni munu fara fram hraðamælingar í völdum hverfum og geta ökumenn því átt von á sektum ef ekki er ekið innan lögbundinna marka.