Frá yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar

Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022.

Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum föstudaginn 8. apríl nk. kl. 11:00-12:00 á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12.
Í samþykktum um stjórn Reykjanesbæjar nr. 622/2019 kemur fram að bæjarstjórn Reykjanesbæjar skuli skipuð ellefu fulltrúum. Á framboðslista þurfa því að vera að minnsta kosti 11 nöfn og að hámarki 22 nöfn.

Enginn má bjóða sig fram á nema einum lista. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að nöfn þeirra séu sett á listann. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í Reykjanesbæ. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Hver kjósandi má einungis mæla með einum lista við hverjar kosningar. Meðmælendur þurfa að vera 80. Varðandi nánari skilyrði og fyrirmæli um framboð er vísað til VII. kafla kosningalaga nr. 112/2021.

Nánari upplýsingar fyrir þá sem hyggjast bjóða sig fram er að finna á vefnum kosning.is

Reykjanesbæ, 24. mars 2022

Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
Magnea Herborg Björnsdóttir
Valur Ármann Gunnarsson