Frábært samstarf heimila og skóla

Úr skólastarfi í Njarðvíkurskóla.
Úr skólastarfi í Njarðvíkurskóla.

Samkvæmt niðurstöðum úr Skólavoginni er samstarf milli foreldra og kennara í grunnskólum Reykjanesbæjar afar gott.
Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar fræðslustjóra er ánægjulegt að sjá hve vel kennarar vinna með foreldrum í starfi sínu og kennarar eru greinilega að sinna starfi sínu með foreldrum eins og best gerist á landinu.  Í Skólavoginni kemur meðal annars fram hvað viðkemur samstarfi heimilis og skóla að foreldrar eru ánægðir með þátttöku sína í skólagöngu barnanna og telja hana mikilvæga.  Foreldrar hafa trú á eigin getu við að aðstoða börn sín í námi og hafa tíma, vilja og getu til að sinna börnum við heimanámið.  Síðast en ekki síst telja foreldrar grunnskólabarna í Reykjanesbæ sig hafa mikil áhrif á ákvarðanir varðandi nemendur og kunna vel að meta frumkvæði kennara í foreldrasamstarfi.