Fræðslu- og kynnisferð til Noregs

Hópurinn í skoðunarferð um hafnarsvæði Kristiansand í fylgd Trine og Eve, starfsmanna borgarinnar.
Hópurinn í skoðunarferð um hafnarsvæði Kristiansand í fylgd Trine og Eve, starfsmanna borgarinnar.

Í lok maí 2019 fór 7 manna hópur stjórnenda Reykjanesbæjar í fræðslu- og kynnisferð til Noregs. Alls voru 3 sveitarfélög heimsótt í ferðinni og fengu stjórnendur kynningu á margvíslegum verkefnum og áskorunum sveitarfélaganna.

Hluti hópsins skoðaði vinnslu og meðhöndlun sorps í Haugasundi ásamt því að fá kynningu á helstu áskorunum Ullensaker sem liggur næst alþjóðaflugvellinum í Gardemoen.

Eftir það var farið til Kristiansand þar sem hópurinn kynnti sér fjölbreytta starfsemi sveitarfélagsins, allt frá undirbúningi sameiningar 3ja sveitarfélag til mjög fullkomins fráveitukerfis og stórrar hafnar.

Hópurinn tók saman skýrslu sem lögð var fyrir bæjarráð þ. 13. júní.