Fræðslustjóri á ferðinni

Frá fundi í Njarðvíkurskóla.
Frá fundi í Njarðvíkurskóla.

Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, heimsótti á dögunum fundi hjá leikskólunum Garðaseli, Gimli og Heiðarseli  þar sem hann ræddi við foreldra um framtíðarsýn leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ.

Í erindi Gylfa Jóns kom fram að í framtíðarsýninni ætti að leggja sérstaka áherslu á bættan árangur barna í læsi og stærðfræði. Jafnframt ætti að leggja enn frekari áherslu á að auka samvinnu á milli allra skólastiga þ.e. leik-, grunn- og framhaldsskóla sem og heimila og skóla.