Fræsing á vegakafla á Njarðarbraut 25. mars

Colas stefnir að því að fræsa upp Njarðarbraut í dag mánudaginn 25. Mars. 

Um er að ræða kafla á milli Grænásvegar og Vallarás/Fitja. Njarðarbrautinni verður lokað á þeim kafla og umferð beint um hjáleiðir.  Verktími framkvæmda verður frá 09:00 – 17:00.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.  Nánari útskýring á framkvæmdasvæði má sjá á myndinni hér fyrir neðan.