Fraktskipum í Reykjaneshöfn hefur fjölgað um 93% milli ára

Keflavíkurhöfn á fallegum vetrardegi.
Keflavíkurhöfn á fallegum vetrardegi.

Fjöldi fraktskipa sem sótt hafa hafnir Reykjaneshafnar fyrstu fjóra mánuði árisins 2017 með farm til upp- eða útskipunar er orðinn 29, sem er 93% aukning frá sömu mánuðum árið 2016. Þessa aukningu má rekja að mestu leiti til þeirra uppbyggingar sem á sér stað í stóriðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.

Að sögn Halldórs Karls Hermannssonar hafnarstjóra hefur gengið ótrúlega vel  að þjónusta viðkomandi fraktskip miðað við þá takmörkuðu aðstöðu sem í boði er varðandi viðlegu skipa og aðstöðu á hafnarsvæði. „Með sama áframhaldi liggur fyrir að uppbygging á hafnaraðstöðu í Helguvík getur ekki beðið mikið lengur ef ekki eiga að skapast vandræði af.“