Framkvæmdir við Aðalgötu/Vallargötu

Vegna framkvæmda við vatnsveitu þarf að grafa skurð í Aðalgötu við gatnamót Vallargötu, 230 Reykjanesbæ.

Líklegt þykir að töluverð röskun verði á umferð um Aðalgötu á meðan á framkvæmd stendur, reynt verður að halda annari akrein opinni eins og kostur er.

Áætlaður framkvæmdartími er frá kl. 08:00, mánudaginn 06.05.24 og vonast til að framkvæmdum ljúki að kvöldi sama dags. Leitast verður við að loka skurði eins fljótt og unnt er.

Nánari útskýringar á framkvæmdasvæði má sjá á myndunum hér fyrir neðan.