Gísli Róbert Hilmisson, Aron Örn Hákonarson, Tómas Ingi Magnússon og Valur Þór Hákonarson á fundi með Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Hafþóri B. Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Í Reykjanesbæ búa margir hugmyndaríkir og dugmiklir einstaklingar. Það sannast ekki síst á hátíð eins og Ljósanótt þar sem íbúar standa í eldlínunni og skipuleggja fjölmarga dagskrárliði. Fjórir ungir og framtakssamir drengir hafa skipulagt Dekkjakeppnina í Ungmennagarðinum við 88 húsið fimmtudaginn 1. september kl. 15:00. Þetta eru þeir Gísli Róbert Hilmisson, Aron Örn Hákonarson, Tómas Ingi Magnússon og Valur Þór Hákonarson. Þeir hafa m.a. komið til fundar við bæjarstjóra vegna áhuga síns á hjólabrettum og uppsetningu innanhús aðstöðu fyrir íþróttina.
Í Dekkjakeppninni verður keppt í frjálsri aðferð og eru vegleg verðlaun í boði. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu sem drengirnir sömdu í samráði við starfsfólk á fræðslusviði.