Framtíðarsýn í skólamálum - leikskólastjórafundur

Á fundi með fræðslustjóra og sérkennslufulltrúa í síðustu viku kynntu leikskólastjórar í Reykjanesbæ og Garði  leiðir og útfærslur leikskólanna vegna sameiginlegrar framtíðarsýnar í leikskólamálum. Flétta á stærðfræði og læsi í víðasta skilningi þess orðs inn í allt leikskólastarfið. Skólarnir eru vel á veg komnir í vinnuferlinu og hafa í vetur unnið að samþættingu skólanámskrár og framtíðarsýnar með starfsfólki leikskólanna. Áhugavert var að heyra af öllum þeim fjölbreyttu námsleiðum sem leikskólarnir nota til að vinna að markmiðum sínum, en í framtíðarsýninni er lögð  áhersla á að þrátt fyrir sameiginlega framtíðarsýn haldi hver skóli sínum séreinkennum og sérstöðu.