- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Myllubakkaskóli fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í Lestrarkeppni grunnskóla. Það voru 310 þátttakendur frá skólanum sem lásu 43 þúsund setningar inn á síðuna samrómur.is
Lestrarkeppni grunnskóla var sett á laggirnar til að hvetja ungt fólk til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaðar verða til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku.
Í ár tóku rúmlega sex þúsund nemendur þátt í Lestrarkeppni grunnskólanna og lásu um 790 þúsund setningar. Það er því ljóst að þátttakan í ár var mjög góð og samanlagt hafa safnast 1,1 milljón lesinna setninga frá því að verkefnið hófst.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)