Horft yfir Dalshverfi
Horft yfir Dalshverfi

Tómstundastarf eldri borgara auglýsir námskeið í tréútskurði. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 8. febrúar nk klukkan 09.00. Námskeiðið mun fara fram í Listasmiðjunni sem staðsett er á Keilisbraut upp á Ásbrú. Námskeiðið er í átta skipti. Leiðbeinandi er Jón Adólf Steinólfsson. Þátttökugjald er 16.000. Skráning á staðnum þann 8. febrúar klukkan 09.00.

Sólborg Guðbrandsdóttir sigraði á dögunum söngkeppni SamSuð (samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) sem haldin var í Garðinum. Sólborg hefur tryggt sér þátttökurétt í söngkeppni Kragans fer fram í Gerðaskóla 28. janúar nk. Til gamans má geta að Sólborg er dóttir Guðbrands Einarssonar fyrrverandi bæjarfulltrúa.

Forvarnardagur ungra ökumanna fer fram miðvikudaginn 2. febrúar klukkan  11.10 í 88 Húsinu. Dagurinn hefur skipað sér fastan sess í forvarnarstarfi Reykjanesbæjar. Yngstu nemendur Fjölbrautarskólans taka þátt í deginum. Nemendum er skipt upp í fjóra hópa og fá að prófa ýmis viðfangsefni svo sem veltibíl, árekstrarbíl, ganga með ölvunargleraugu og verða vitni að hvernig slökkviliðsmenn athafna sig á vettvangi er þeir koma að slysum. Að auki fá ungmennin fræðslu frá lögreglunni og tryggingarfélögum. Um er að ræða samstarfsverkefni FS, FFR, USK,BS, lögreglunnar, tryggingarfélaga og 88 Hússins.

 

Tómstundafulltrúi