- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Tómstundastarf eldri borgara auglýsir námskeið í tréútskurði. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 8. febrúar nk klukkan 09.00. Námskeiðið mun fara fram í Listasmiðjunni sem staðsett er á Keilisbraut upp á Ásbrú. Námskeiðið er í átta skipti. Leiðbeinandi er Jón Adólf Steinólfsson. Þátttökugjald er 16.000. Skráning á staðnum þann 8. febrúar klukkan 09.00.
Sólborg Guðbrandsdóttir sigraði á dögunum söngkeppni SamSuð (samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) sem haldin var í Garðinum. Sólborg hefur tryggt sér þátttökurétt í söngkeppni Kragans fer fram í Gerðaskóla 28. janúar nk. Til gamans má geta að Sólborg er dóttir Guðbrands Einarssonar fyrrverandi bæjarfulltrúa.
Forvarnardagur ungra ökumanna fer fram miðvikudaginn 2. febrúar klukkan 11.10 í 88 Húsinu. Dagurinn hefur skipað sér fastan sess í forvarnarstarfi Reykjanesbæjar. Yngstu nemendur Fjölbrautarskólans taka þátt í deginum. Nemendum er skipt upp í fjóra hópa og fá að prófa ýmis viðfangsefni svo sem veltibíl, árekstrarbíl, ganga með ölvunargleraugu og verða vitni að hvernig slökkviliðsmenn athafna sig á vettvangi er þeir koma að slysum. Að auki fá ungmennin fræðslu frá lögreglunni og tryggingarfélögum. Um er að ræða samstarfsverkefni FS, FFR, USK,BS, lögreglunnar, tryggingarfélaga og 88 Hússins.
Tómstundafulltrúi
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös