- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Frístundaaksturinn hófst 9. ágúst síðastliðinn samhliða því að boðið var upp á frístundastarf fyrir nemendur í 1. bekk fyrir skólabyrjun. Um er að ræða þróunarverkefni og er öllum ábendingum tekið fagnandi, en þær má senda á netfangið forvarnir@reykjanesbaer.is.
Meginmarkmið verkefnisins er að stuðl að aukinni þátttöku barna í frístundastarfi grunnskólanna ásamt því að auka þátttöku þeirra í því fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi sem boðið er upp á í sveitarfélaginu okkar. Við sjáum nú þegar mikla fjölgun í frístundaheimilum og bindum vonir við að aksturinn verði mikið framfaraspor og til farsældar fyrir börn og fjölskyldur í Reykjanesbæ.
Aksturinn er innifalinn í gjaldi frístundaheimila og er allt skipulag er unnið í góðu samstarfi við íþrótta- og tómstundahreyfinguna.
Verklagið er eftirfarandi:
Foreldrar/forráðamenn kanna hjá íþrótta- og tómstundafélögunum hvaða æfingar/fundir eru í boði og panta akstur í gegnum forstöðumann síns frístundaheimilis. Taka þarf fram hvar og hvenær æfingin er, sem og hvenær sé gert ráð fyrir að æfingu ljúki.
Síðasti akstur frá skólum er 15:30 og 15:45 frá íþróttasvæðinu við Krossmóa. Þá er gert ráð fyrir að foreldrar sæki börnin sín á þann stað sem þau ljúka æfingu eða fundi. Enda kannski ekki tími til að aka barninu til baka í frístundaheimilið.
Tímatafla Bus4u: Smelltu hér.
Vakin er sérstök athygli á að þetta verkefni er í þróun og mun taka einhvern tíma að slípast til
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)