Frístundaskólar heita nú frístundaheimili. Auglýst er eftir forstöðumönnum

Hvítklædd skólabörn í Reykjanesbæ mynduðu orðið Skólahreysti í Reykjaneshöllinni fyrir auglýsingamy…
Hvítklædd skólabörn í Reykjanesbæ mynduðu orðið Skólahreysti í Reykjaneshöllinni fyrir auglýsingamyndatöku í fyrra.

Frá og með næsta hausti munu frístundaskólar í grunnskólum Reykjanesbæjar heita frístundaheimili. Reykjanesbær auglýsir nú stöður forstöðumanna frístundaheimila í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar lausar til umsókna. Óskað er eftir uppeldismenntuðum einstaklingum í störfin.
Í fyrsta sinn hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið gefið út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn í samræmi við ákvæði í lögum um grunnskóla sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2016.

Starfsemi frístundaheimila hafa tekið miklum breytingum

Starfsemi frístundaheimila hefur þróast á ýmsan veg frá árinu 1995 þegar heimildarákvæði var sett í grunnskólalög. Í kjölfar lagasetningar 2016 stofnaði ráðuneytið starfshóp, sem hafði það hlutverk að vinna viðmið um gæði frístundastarfs, þ.m.t. um hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, stjórnun og menntun starfsfólks. Afrakstur starfs vinnuhópsins hefur nú verið birtur í Stjórnartíðindum og felur í sér metnaðarfull markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn.

Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Lögð er áhersla á að umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir.
Í viðmiðum um gæði frístundaheimila er gert ráð fyrir að uppeldismenntaður forstöðumaður stýri starfseminni og veiti henni faglega forystu.