Frá starfi Frístundaskólans.
Frá starfi Frístundaskólans.

Umsjónarmenn frístundaskóla í grunnskólum Reykjanesbæjar hittust nýlega á fundi með fræðslustjóra, Gylfa Jóni Gylfasyni.  Á fundinum var rætt um starfið og farið yfir dagskrá frístundaskólanna í vetur sem verður fjölbreytt að vanda.  Í frásögnum deildarstjóranna kom fram að oftast er glatt á hjalla og börnin njóta lífsins í leik og starfi.  Fjölbreytnin er mikill og börnin geta valið sér að vera úti og inni, púsla, perla, kubba, róla, renna sér og spila fótbolta allt eftir því hvert hugurinn stefnir hverju sinni. 

Rætt var um samræmdar reglur sem farið er eftir í öllum deildum og upp kom hugmynd um gagnkvæmar heimsóknir milli frístundaskólanna, bæði með börnin og á milli starfsfólks á starfsdögum skólanna.

Liðveisla er og hefur verið val á unglingastigi í mörgum grunnskólum þar sem eldri nemendur vinna með starfsmönnum frístundaskólans hluta úr degi og hefur það gefið góða raun.  Á næstunni heimsækir fræðslustjóri alla frístundaskólana.