- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Fulltrúar Reykjanesbæjar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga 2017-2018 hjá RÚV verða Grétar Þór Sigurðsson nemi í listfræði, Helga Sigrún Harðardóttir lögfræðingur og Kristján Jóhannsson leigubílsstjóri og leiðsögumaður. Helga Sigrún og Kristján eru ný í keppninni en Grétar Þór keppir fyrir Reykjanesbæ í þriðja sinn í vetur.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi keppninnar. Útlit í sjónvarpssal er nýtt og stjórnendur eru nýir. Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm tóku við af Þóru Arnórsdóttur og Simari Guðmundssyni. Þá er símavinur ekki á boðstólnum lengur en lið fá álit þjóðar við einni spurningu.
Lið Reykjanesbæjar mun etja kappi við lið Seltjarnarness föstudaginn 1. desember. Við óskum Grétari Þór, Helgu Sigrúnu og Kristjáni velgengni í keppninni og erum stolt af þessum góðu fulltrúum bæjarins.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)