Bæjarstjóri.
Bæjarstjóri.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hyggst nota janúarmánuð m.a. í að veita starfsmönnum upplýsingar um stöðu mála hjá Reykjanesbæ. Hann mun heimsækja allar stofnanir og gefa starfsmönnum Reykjanesbæjar kost á að spyrja eða ræða þau mál sem á þeim hvíla. Einnig mun hann verða gestur ýmissa félaga og klúbba í sama tilgangi.
 
Að lokum mun bæjarstjóri halda opinn íbúafund í sal Hljómahallar; Bergi, miðvikudaginn 28. janúar kl. 20:00 þar sem hann mun kynna nýsamþykkta fjárhagsáætlun 2015 og gefa bæjarbúum kost á að spyrja um hvað eina sem þeim liggur á hjarta.