Fylgigögn verða framvegis birt með fundargerðum á vef

Klippa úr fundargerð bæjarráðs frá 16. maí síðastliðinn.
Klippa úr fundargerð bæjarráðs frá 16. maí síðastliðinn.

Hafin er birting fylgigagna með fundargerðum á vef Reykjanesbæjar. Reglur þess efnis voru samþykktar í bæjarráði 26. apríl sl. og bæjarstjórn þann 7. maí. Ákveðin gögn eru þó undanþegin birtingu samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Þau eru tilgreind í 2. gr. reglna um birtingu gagna með fundargerðum á vef Reykjanesbæjar.

Fundargerðir ráða og nefnda hjá Reykjanesbæ hafa verið birtar á vef Reykjanesbæjar um langt árabil. Nýlunda er að birta fylgigögn með en það er gert til að auka aðgengi íbúa og annarra áhugasamra að upplýsingum frá nefndum og ráðum. Undanskilin eru gögn er varða tillögugerð eða viðræður við ríkið um fjárhagsleg málefni Reykjanesbæjar, gögn sem tengjast dómsmáli eða fyrirhugðu dómsmáli. Einnig gögn sem varða málefni starfsmanna, vinnugögn, gögn er varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða lögaðila og gögn er varða mikilvæga almannahagsmuni, eins og segir í 2. gr. 

Óski áhugasamir eftir frekari gögnum en þau sem birt eru, þarf slík beiðni að berast í gegnum mittreykjanes.is á notendasvæði beiðanda. Hægt er að skrá sig þar inn með Íslykli eða rafrænu skilríki. Þetta er tilgreint í 5. gr. reglanna.

Með því að smella á þennan tengil opnast reglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Reykjanesbæjar