Fyrirlestur í listasögu í Bíósal

 

Laugardaginn 19. febrúar nk. mun Þuríður Sigurðardóttir söng- og myndlistakona halda fyrirlestur í listasögu í Bíósal DUUS húsa kl. 14:30.

Þura er ein af okkar ástsælu söngkonum. Hún söng meðal annars með Sumargleðinni. Síðustu ár hefur hún helgað sig meira myndlistinni. Listasagan er henni mjög hugleikin og þegar Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ biðlaði til hennar um að halda fyrirlestur, var svarið strax JÁ!

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.