- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Nemendum í 8. – 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar var boðið í Hljómahöllina þriðjudaginn 15. október að sjá leiksýninguna „Fyrirlestur um eitthvað fallegt“ í umsjón SmartíLab leikhópsins.
Leiksýningin var í boði Reykjanesbæjar og List fyrir alla sem er verkefni á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Leiksýningin „Fyrirlestur um eitthvað fallegt“ fjallar um Baldur sem stígur á svið og er að hefja fyrirlestur um nýjasta listaverk sitt. Hann finnur að eitthvað er ekki eins og það á að vera og hann frýs. Hann er að fá sitt fyrsta kvíðakast. Hann kíkir inn í heilann sinn og sér þá hvar stjórnstöðin er að bila.
Í verkinu er kvíðinn skoðaður frá ýmsum sjónarhornum og kafað í tilfinningar, hugsanir, magaverki, samfélagsmiðla, geðlyf, svefntruflanir, sjálfsþekkingu, sigra, bata, hugarangur, sálarfrið og kvíðaofurhetjur.
Leikverkið fjallaði á gamansaman hátt um þetta erfiða málefni, með það að markmiði að vekja fólk til meðvitundar og opna umræðuna um geðheilbrigði á Íslandi enn frekar.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös