Heilsan er okkar dýrmætasta eign en hún gleymist oft í amstri dagins hjá nútímamanninum. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur  heldur fyrirlestur um hollan lífsstíl, mátt matarins og ávinninginn af því að lifa heilsusamlegra lífi.  Fyrirlestrinum verður streymt 18. janúar kl. 20:00 á  á Facebook síðu Reykjanesbæjar.

Á þessum fyrirlestri verður m.a fjallað um:

  • Hvað er heilbrigður lífsstíll?
  • Máttur matarins í heilsueflingu
  • Leiðir að sykurlitlum lífsstíl
  • Þurfum við fæðubótarefni?
  • Hvernig á að versla hollara í matinn?

Hlekkur á fyrirlestur

Smellið hér til að skoða viðburðinn á Facebook

 

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur og einkaþjálfari hefur haldið fjölda fyrirlestra tengda heilsu og næringu undanfarin ár. Hægt er að fylgjast með Geir Gunnari á: www.heilsugeirinn.is og einnig undir Heilsugeirinn á Instagram og Facebook