- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Það má með sanni segja að ungmenni sem keppa í íþróttum fyrir hönd Reykjanesbæjar og sinna liða séu prúð á velli sem utan auk þess að vera gott íþróttafólk.
Á N1 mótinu sem haldið var á Akureyri á dögunum hlaut 5. flokkur stráka í Keflavík 11 - 12 ára Sveinsbikarinn fyrir prúðustu framkomu innan vallar og utan í matsal og skólum. Bikarinn var gefinn til minningar um Svein Brynjólfsson, fyrrum formann knattspyrnudeildar KA.
Lið Njarðvíkur hlaut auk þróttar Vogum verðlaun Frá Sjóvá fyrir prúðustu framkomu innan vallar.
Að lokum var lið Írb valið prúðasta lið Aldursflokkamóts Íslands í sundi 2010.
Reykjanesbær er stoltur af íþróttafólki sínu og óskar þeim til hamingju.
Mynd: frá AMÍ 2010
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös