Fyrsta útskrift í Krakka Akademíunni

Fyrsta heila skólaári Krakka Akademíunnar í Reykjanesbæ lauk með útskrift nemenda sl. laugardag. Alls 32 börn voru útskrifuð en nemendur skólans eru 170 í heild.  

Krakka Akademían er skóli þar sem pólsk börn á aldrinum 6- 12 ára fá kennslu í sínu móðurmáli, pólsku og einnig í pólskri menningu og sögu. Námsefni skólans er það sama og nemendur læra í pólskum grunnskólum.  Kennt hefur verið einu sinni í viku, á laugardögum en á þriðjudögum fyrir elstu nemendurna. Kennsluaðstaða er í húsnæði Sögu Akademíu að Hafnargötu 91, Reykjanesbæ. 

Krakka Akademían er einkaskóli í eigu Sögu Akademíu – málaskóla en sveitarfélög á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Sandgerðisbær og sveitarfélagið Garður  heimila foreldrum og forráðamönnum barna að nota tómstunda- og forvarnastyrki til að greiða niður skólagjöld.

Við skólaslit fá nemendur verðlaun fyrir námsárangur, ástundun og skólasókn. Aðalkennari Krakka Akademíunnar er Agata Beben og skólastjóri er Daría Luczków. Hér eru þær ásamt Katarzynu Omelianiuk og Justynu Ruszel starfsmönnum við skólann. 

Kennslustund í Krakka Akademíunni  Kennara í Krakka Akademíunni