- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Fyrsta viðureign Reykjanesbæjar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga er á fullveldisdaginn 1. desember. Mikið verður um dýrðir í útvarpshúsinu á þessum degi og áhugasömum er bent á að velkomið er að koma í sjónvarpssal og fylgjast með. Liðið mun keppa á móti liði Seltjarnarness.
Nýtt keppnislið Reykjanesbæjar í Útsvari er skipað Grétari Þór Sigurðssyni nema í listfræði, sem margreyndur er í keppninni, Helgu Sigrúnu Harðardóttur lögfræðingi og Kristjáni Jóhanssyni leigubílstjóra leiðsögumanni. Þau tvö síðastnefndu eru ný í liðinu.
Það verður mikið um dýrðir í útvarpshúsinu við Efstaleiti í dag á fullveldisdaginn. Opið hús verður allan daginn og íslenskt mál og íslensk tónlist í fyrirrúmi. Meðal annars gefst kostur á að skoða 50 ára afmælissýningu Ríkisútvarpsins sem Björn G. Björnsson á veg og vanda af. Verk Björns þekkjum við af uppsetningu sýninga í Hljómahöll.
Þeir sem áhuga hafa eru velkomnir í sjónvarpssal á meðan húsrúm leyfir. Þeir sem hyggjast nýta sér það þurfa að vera mættir í síðasta lagi kl. 19:30.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)