- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Fullt hús var á fyrsta íbúafundi bæjarstjóra sem haldinn var í Akurskóla í gærkveldi en fundirnir eru haldnir árlega.
Á fundinum fór Árni Sigfússon bæjarstjóri yfir helstu verkefni Reykjanesbæjar í nútíð og fortíð en áhersla var lögð á fjölskylduna, umhverfi og öryggi, tölur úr ársreikningi og nýsköpun í atvinnumálum.
Að lokinni kynningu og kaffihlé gafst gestum svo kostur á að setjast niður á borð eftir framkvæmdasviðum og koma með ábendingar sem framkvæmdastjórar skráðu niður.
Næsti fundur verður haldinn í Njarðvíkurskóla á morgun kl. 20:00.
Dagskrá íbúafunda
5. maí Njarðvíkurskóli kl. 20:00
6. maí Hafnir kl. 20:00
10. maí Holtaskóli kl. 20:00
11. maí Heiðarskóli kl. 20:00
Fundirnir eru sendir út í beinni útsendingu á vef Reykjanesbæjar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)