Gagnsæi tryggt

Frá Helguvíkurhöfn.
Frá Helguvíkurhöfn.

Bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar hafa móttekið áskorun rúmlega 25% þeirra sem eru á kjörskrá í Reykjanesbæ þess efnis að efnt verði til íbúakosninga um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík.

Þjóðskrá hefur sent þeim sem þátt tóku í undirskriftasöfnuninni rafrænt bréf, því til staðfestingar, á „mínum síðum“ á www.Ísland.is.