Galdraívaf í sumarlestri bókasafnsins

Harry Potter
Harry Potter

Í Bókasafni Reykjanesbæjar er sumarlesturinn í fullum gangi. Allir geta verið með og sótt sér lestrarbingó, lestrarleiki og lestrarspil með galdraþema. Dregin eru út lestrarverðlaun í hverri viku. 

Nánari upplýsingar á safninu og á heimasíðu safnsins.  

Það er gaman að lesa og með því að lesa skemmtilegar bækur og taka þátt í fjölbreyttum sumarlestrarleikjum hjálpum við börnum að viðhalda þeirri færni sem náðst hefur í skólanum. Þess vegna leggur Bókasafn Reykjanesbæjar áherslu á yndislestur barna og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í tengslum við sumarlestur frá 1. júní til 31. ágúst. 

Harry Potter galdraspil og sýning 
Lestrarleikurinn í ár verður aðeins frábrugðinn því sem bókasafnið hefur áður verið með. Í tilefni 40 ára afmælis Harry Potter þann 31. júlí 2020 munum við vera með galdraspil og sýningu á galdraveröld í Átthagastofu safnsins. Spilin eru í grunninn eins og slönguspilið en nauðsynlegt er að lesa meðan spilað er. Spilaspjaldið er hægt að nálgast í afgreiðslu safnsins og á rafrænu formi á heimasíðu safnsins. Lesturinn er skráður á þátttökuseðil sem hægt er að skila á safninu, eða á heimasíðu safnsins. Dreginn verður út lestrarvinningur úr pottinum í hverri viku í allt sumar. 

Verðlaunapottur sumarlesturs 
Öll börn sem taka þátt í sumarlestri fá einnig afhenta bókaskrá. Bókaskráin heldur utan um allan sumarlesturinn. Í bókasafninu fá börn svo stimpil fyrir hverja lesna bók og í upphafi skólaárs afhenda börnin kennara sínum bókaskrána og hún fer í pott sem dregið verður úr í haust. 

Sumarlestur er tilvalin samverustund fyrir fjölskyldur, við hvetjum foreldra til að taka þátt í honum, hjálpa börnum sínum við að velja lestrarefni og hafa gaman að. 

Ókeypis bókasafnskort fyrir börn 
Öll börn í Reykjanesbæ fá bókasafnskort endurgjaldslaust til 18 ára aldurs gegn ábyrgð foreldris/forráðamanns. Árgjald fullorðinna er 2.000 kr. en ellilífeyrisþegar, atvinnulausir og öryrkjar fá ókeypis bókasafnskort gegn framvísun skírteinis.