Gasmyndun í helli við Eld­vörp

Séð yfir gígaröðina í Eld­vörp­um. Varað er við hella­skoðun þar í grennd­inni. Ljós­mynd/Ó​mar Rag…
Séð yfir gígaröðina í Eld­vörp­um. Varað er við hella­skoðun þar í grennd­inni. Ljós­mynd/Ó​mar Ragn­ars­son

Lífshættulegt gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi mælist við Eldvörp á Reykjanesi. Almannavarnadeild lögreglunnar varar við hellaskoðun á svæðinu.

Frétt 26. janúar kl. 17:22

Veður­stof­an var­ar við hella­skoðun við Eld­vörp á Reykja­nesi, en mæl­ing­ar í helli þar í gær sýndu lífs­hættu­leg gildi á kolt­ví­sýr­ingi og súr­efn­is­leysi. Reglu­bundn­ar gasmæl­ing­ar hafa verið fram­kvæmd­ar á svæðinu eft­ir að land fór að rísa vest­an við Þor­bjarn­ar­fell í janú­ar.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni seg­ir að al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafi verið gert viðvart um þetta. Marg­ir hell­ar eru á svæðinu, en hell­ir­inn sem um ræðir er nærri bíla­stæði þar sem marg­ir leggja bíl­um sín­um áður en þeir halda til þess að skoða Eld­vörp­in.

Eldvörpin á Reykjanesskaga

Eldvörpin á Reykjanesskaga