- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Geðræktarganga Bjargarinnar fór fram í fimmta skipti síðastliðið mánudagskvöld. Gangan markar upphaf Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ. Góð þátttaka var í göngunni enda fínt gönguveður og skapaðist góð stemmning undir trommuslætti frá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Geðorðin voru lesin upp á leiðinni og hengd á nokkra ljósastaura til að vekja athygli á mikilvægi þess að rækta geðheilsuna, líkt og líkamlega heilsu. Eftir gönguna var boðið upp á heitt kakó í boði Skólamatar og Björgin bauð upp á meðlæti. Við þökkum góðar viðtökur og þeim fyrirtækjum og stofnunum sem lögðu okkur lið.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)