Gestir fengu köku á 40 ára afmæli Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur

Lára Guðmundsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla afhenti Hafsteini Ingibergssyni blómvönd í tilefni …
Lára Guðmundsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla afhenti Hafsteini Ingibergssyni blómvönd í tilefni dagsins. Með þeim á myndinni er Ásgerður Þorgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri.

Nemendur í Njarðvíkurskóla fengu í dag boð í köku í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur sem er 40 ára í dag 7. maí.
Af því tilefni var íbúum jafnframt boðið að skoða húsið og þiggja kaffiveitingar til kl. 12:00.

Hér má sjá Stefán Bjarkason framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs og Árna Sigfússon bæjarstjóra gæða sér á afmælisköku íþróttamiðstöðvarinnar.


íþróttamiðstöð nj