Gildistöku nýs leiðakerfis innanbæjarstrætó frestað um sinn

Frá kynningarfundinum í Íþróttaakademíunni.
Frá kynningarfundinum í Íþróttaakademíunni.

Undirbúningur er nú í fullum gangi við innleiðingu nýs og endurbætts leiðakerfis innanbæjarstrætó. Upphaflega stóð til að taka kerfið í notkun um miðjan júlí en ákveðið hefur verið að fresta gildistöku leiðakerfisins á meðan unnið er úr þeim ábendingum sem hafa borist varðandi kerfið.

Kynningarfundur var haldinn í Íþróttaakademíu í vor og bauðst almenningi að senda inn ábendingar.

Frekari upplýsingar verða sendar út síðar.

Hér má sjá nýja leiðarkerfið eins og það var í kynningu