Gjaldskylda tekin upp á endurvinnslustöðvum

 

Gjaldskrárbreytingar hjá Kölku 1. janúar 2012

Hjá Kölku - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. hefur verið tekin ákvörðun um breytingar á
gjaldskrám fyrirtækisins sem taka gildi hinn 1. janúar 2012. Endurskoðun á gjaldskrám
fyrirtækisins voru síðast gerðar hinn 1. febrúar 2010. Breytingar taka m.a. mið af
þróun verðlags og einnig hafa kostnaðaráhrif mismunandi tegunda úrgangsefna verið
endurmetin. Gjaldskrám Kölku er nú skipt í fjóra mismunandi flokka sem eru eftirfarandi:
  • Gjaldskrá fyrir stofnanir og fyrirtæki
  • Gjaldskrá á endurvinnslustöðvum Kölku í Vogum, Grindavík og Helguvík
  • Almenn gjaldskrá fyrir spilliefni
  • Gjaldskrá fyrir spilliefni og önnur skilgreind efni frá verktökum Úrvinnslusjóðs

Gjaldskrárnar eru birtar á heimasíðu fyrirtækisins, www.kalka.is.

Gjaldskylda á endurvinnslustöðvum

Frá og með 1. janúar 2012 verður tekin upp gjaldskylda á endurvinnslustöðvum Kölku í
Vogum, Grindavík og Helguvík fyrir tiltekin úrgangsefni frá heimilum. Gert er ráð fyrir að
greitt verði með greiðslukortum. Áfram verða fjölmargar tilgreindar tegundir úrgangsefna
undanþegnar gjaldskyldu eins og verið hefur.
Með þessari breytingu verður rekstraraðilum leyft að losa sig við úrgangsefni í
takmörkuðu magni á endurvinnslustöðvunum.
Vakin er athygli á því að allur úrgangur sem berst á endurvinnslustöðvar Kölku með
bifreiðum sem bera rauðar númeraplötur og/eða eru merktar fyrirtækjum, er litið á sem
gjaldskyldan rekstrarúrgang. Úrgangur frá fyrirtækjum sem að mati starfsmanna Kölku
er ekki móttökuhæfur á endurvinnslustöð, verður vísað til móttökustöðvar í Helguvík.
 
Gjaldtaka á endurvinnslustöðvunum verður samkvæmt rúmmáli og í gjaldskránni er
skilgreint hvaða úrgangsefni eru gjaldskyld og hvaða úrgangsefni eru án gjaldskyldu fyrir
heimili. Einnig má sjá gjaldskyldu og undanþágur fyrir rekstraraðila. Fyrir rekstraraðila
vísast að öðru leyti til gjaldskrár fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Gjaldskrár fyrirtækisins má sjá og kynna sér á heimasíðunni, www.kalka.is. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu fyrirtækisins í síma 421-8010.

Vakin er athygli á að allur úrgangur sem móttekinn er á endurvinnslustöðvum Kölku þarf að vera vel flokkaður.