Gjöf frá Garðyrkjudeild Reykjavíkur

Góðar gjafir til Reykjanesbæjar.
Góðar gjafir til Reykjanesbæjar.

Á haustdögum kom Garðyrkjudeild Reykjavíkur í heimsókn til Reykjanesbæjar og fengu leiðsögn um áhugaverða staði, söfn og skemmtileg verkefni hér í bæ.

Á fimmtudaginn í síðustu viku komu fulltrúar hópsins aftur í stutta heimsókn og gáfu Reykjanesbæ þrjú falleg reynitré sem verður fundinn góður staður í bæjarlandinu á næstu dögum.

Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna og fyrir þessa góðu gjöf.