Þátttöku Reyknesinga í spurningakeppni sjónvarpsins Útsvari, lauk á föstudaginn með sigri Akureyringa.

Fulltrúar Reykjanesbæjar þau Baldur Guðmundsson, Hulda G. Geirsdóttir og Theodór Kjartansson hafa staðið sig með mikilli prýði í baráttunni og hafa sýnt það og sannað með skemmtilegri en jafnframt háttvísri framkomu sinni að þau eru verðugir fulltrúar okkar góða bæjarfélags, fyrir utan það að þau sigruðu tvisvar í sínum riðlum! 

Íbúar Reykjanesbæjar eru stoltir af sínu liði og við þökkum þeim kærlega fyrir frábæra frammistöðu.