Frá opnun kvikmyndaversins sl. föstudag. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra flytur ávarp. Ljósmynd…
Frá opnun kvikmyndaversins sl. föstudag. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra flytur ávarp. Ljósmynd: Víkurfréttir

Kvikmyndaverið Atlantic Studios var formlega tekið í notkun í dag á Ásbrú í Reykjanesbæ. Kvikmyndaverið er glæsilegt og með mikla þjónustu í námunda og getur boðið upp á aðstöðu jafnt á við það besta í Evrópu.

Húsið sem er gamalt flugskýli hersins er alls 5000 fm2 og skiptist í kvikmyndaver, skrifstofurými, geymslur, hreinlætisaðstöðu og veitingaaðstöðu og í útisvæði sem er 7000 fm2 og allt innan girðingar. Húsnæðið hefur verið endurbætt síðustu mánuði og hefur það t.d. verið alveg hljóðeinangrað sem og að rafmagnsmál hafa verið endurnýjuð til að standast kröfur stærstu kvikmyndaframleiðanda í heiminum í dag. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur séð um allar framkvæmdir á húsinu.

næstu vikum hefst ferli þar sem innlendum og erlendum aðilum úr kvikmynda og auglýsingabransanum verður boðið til að kynna sér Atlantic Studios betur.

Sena er einn eigenda kvikmyndaversins og mun sjá um rekstur þess. Stefnt er að því að bjóða öðrum íslenskum framleiðendum og þjónustuaðilum kvikmyndaiðnaðarins aðkomu að eignarhaldi og rekstri fyrirtækisins.

Það voru Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Kjartan Eiríksson framkvæmdarstjóri Kadeco sem afhentu svæðið formlega til Halls Helgasonar hjá Atlantic Studios og Björns Sigurðssonar hjá Senu.

kvikmyndaver