- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Sótt var um styrk til Andrýmis en Andrými er verkefni á vegum Reykjanesbæjar þar sem lögð er áhersla á að efla notkun á opnum svæðum í sveitarfélaginu, og stuðla að sjálfbærri þróun þeirra svæða.
Fjórar fjölskyldur tóku þátt í verkefninu ásamt Khalifa og hans fjölskyldu, en boðið var upp á mat frá Venesúela, Írak, Afganistan og Sýrlandi. Undirbúningsvinna hófst um morguninn í mötuneyti Ráðhússins og ríkti þar mikil gleði og spenna. Mæting á viðburðinn fór fram úr björtustu vonum og voru raðir farnar að myndast við kofana fyrir klukkan 14:00. Um tvö til þrjú hundruð manns mættu til þess að gæða sér á girnilegum heimagerðum fjölmenningarmat. Boðið var upp á Zumba danskennslu og börnin skemmtu sér konunglega í hoppukastala en einnig gátu þau fengið skrautlega andlitsmálun.
Slagorð Reykjanesbæjar er ,,Í krafti fjölbreytileikans“ en það má með sanni segja að fjölmenningarhátíðin ,,Menningarheimar mætast“ hafi nýtt kraft fjölbreytts hóps bæjarbúa með mat og skemmtun að leiðarljósi. Hátíð sem þessi sameinar bæjarbúa og gefur þeim tækifæri á að kynnast og læra um menningu hvors annars. Fjölmenning auðgar og vonumst við til þess að hátíðin verði að árlegum viðburði.
Við hvetjum jafnframt einstaklinga og hópa til að sækja um Andrýmistyrk að ári til að skapa iðandi mannlíf og stuðla að sjálfbærri þróun í bæjarfélaginu.





Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)