- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Hátíðarhöld á vegum Ljósanætur fóru vel fram í gær. Það voru 6000 lítrar af kraftmikilli kjötsúpu Skólamatar sem yljaði gestum í gærkvöldi í notalegri stemningu á meðan þeir hlýddu á tónleikadagskrá þar sem menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar, Magnús Kjartansson ásamt hljómsveitinni Vintage Caravan steig m.a. á stokk. Reykjanesbær fagnar í ár 30 ára afmæli sínu og leggur því sérstaka áherslu á tónlistararf sinn á Ljósanótt.
Bjartur dagur framundan
Í dag heiðrar sólin okkur með nærveru sinni og hefst dagskrá hefst með árgangagöngu upp úr hádegi. Við taka fjölbreyttir viðburðir og í kvöld verður boðið upp á sannkallað stórtónleika á aðalsviði þar sem tónleikadagskrá hefur verið sett saman sem snertir á ríkum tónlistararfi svæðisins. Það eru meðlimir Hjálma og Baggalúts sem fá með sér góða gesti til að gera þessu skil, auk annarra tónlistaratriða og verða tónleikarnir sýndir í beinni útsendingu á RUV. Margt fleira prýðir dagskrána í dag svo sem fjölbreyttir listviðburðir, ókeypis barnadagskrá, akstur glæsikerra og bifhjóla, leiktæki og matarvagnar og dagskrá kvöldsins lýkur með glæsilegri flugeldasýningu og tendrun ljósanna á berginu svokallaða, sem Ljósanótt dregur nafn sitt af.




Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)