Góð þátttaka í hugmyndaöflun!

Börnum og ungmennum gafst á dögunum kostur á því að koma hugmyndum sínum um dagskrárliði á BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ á framfæri. Hugmyndaöflunin er liður í því að efla aðkomu barna að hátíðinni og hlusta á raddir þeirra, sem eru mikilvægar í samfélaginu. BAUN hefur það að markmiði að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar ásamt því að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu

Alls bárust 137 svör en hvert svar innihélt margar frábærar og fjölbreyttar hugmyndir. Unnið er hörðum höndum að því að láta sem flestar hugmyndir barna og ungmenna í Reykjanesbæ verða að veruleika á BAUN sem fram fer 27. apríl - 7. maí næst komandi.

Þær hugmyndir sem verða að veruleika verða merktar sérstaklega í dagskrá BAUNar sem kemur á vefinn baun.is á næstu dögum. Verður þín hugmynd ein af þeim sem verður framkvæmd?